Endurskoðandi kærir einelti til ráðherra

Guðmundur Jóelsson
Guðmundur Jóelsson

Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi í rúmlega 40 ár, hefur kært endurskoðendaráð til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrir einelti.

Endurskoðendaráð hefur lagt til öðru sinni við ráðherra, að Guðmundur verði sviptur réttindum til þess að starfa sem endurskoðandi, en Ragnheiður Elín hafnaði svipaðri tillögu ráðsins í maí í fyrra, líkt og kom fram í Morgunblaðinu á þeim tíma.

Ágreiningur endurskoðendaráðs og Guðmundar hefur staðið lengi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Guðmundur hefur ávallt neitað að gangast undir skoðun endurskoðendaráðs á störfum sínum, þar sem ráðið styðst við alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem ágreiningur er um hvort hafi lagalegt gildi, þar sem þeir hafa hvorki verið þýddir á íslensku né formlega birtir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert