Fáir fá vín frá foreldrum

Fáir foreldrar kaupa áfengi fyrir ungmenni sín.
Fáir foreldrar kaupa áfengi fyrir ungmenni sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti foreldra framhaldsskólanemenda á aldrinum 16-18 ára er hlynntur því að nota áfengismæla á skólaböllum framhaldsskólanna og að fíkniefnahundar verði notaðir við vímuefnaleit í skólum.

92% foreldra unglinga á þessum aldri eru andvíg áfengisdrykkju ólögráða ungmenna og fáir foreldrar kaupa áfengi fyrir ungmenni sín. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun SAMAN-hópsins sem kynnt verður í dag.

Markmiðið var að kanna samverustundir foreldra og ungmenna ásamt viðhorfum foreldra til áhættuhegðunar þeirra. Nokkur kynjamunur kom fram þegar spurt var um samverustundir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert