Gagnavarsla er óviðunandi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur er langsamlega stærsti dómstóll landsins þegar kemur að …
Héraðsdómur Reykjavíkur er langsamlega stærsti dómstóll landsins þegar kemur að skjalamagni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Öryggi þeirra gagna sem koma til skoðunar dómstóla við ákvörðun um heimild til símahlustana er óviðunandi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sérstakt átak þarf í gagnavörslumálum héraðsdómanna þar sem sérstaklega er hugað að vörslu sérlega viðkvæmra gagna og trúnaði um þau.

Þetta kemur fram í umsögn Dómarafélags Íslands um nýtt frumvarp Ólafar Nordal innanríkisráðherra til breytingar á lögum um meðferð sakamála, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Í frumvarpinu eru skilyrði fyrir beitingu íþyngjandi úrræða á borð við símahlustanir gerð skýrari og þrengri auk þess sem eftirlit með slíkum aðgerðum verður aukið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert