Getur verið tilkynningaskyldur samruni

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir opinberlega, um kaup Almenna leigufélagsins, sem er í eigu þriggja fasteignasjóða í sjóðsstýringu hjá Gamma, á Kletti, dótturfélagi Íbúðalánasjóðs, séu líkur til þess að um geti verið að ræða tilkynningaskyldan samruna.

Líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu, hefur Almenna leigufélagið keypt Klett, sem átti 450 íbúðir. Þannig er íbúðafjöldi þessara fjögurra sjóða, sem allir eru í sjóðsstýringu hjá Gamma, kominn í eittþúsund íbúðir.

„Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir opinberlega um þessi viðskipti, þá eru líkur til þess að þetta geti verið tilkynningaskyldur samruni. Við höfum ekki fengið samrunatilkynningu, en munum grennslast fyrir um það hvort hún sé á leiðinni,“ segiri Páll Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert