Gróflega út fyrir valdheimildir

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Félag atvinnurekenda telur að Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, hafi farið „gróflega út fyrir þær valdheimildir sem Alþingi hafði veitt honum í búvörulögum er hann undirritaði búvörusamninga við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum.“ Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarp til laga um búvörusamninga.

Hvetur FA Alþingi til að hafna frumvarpi um samningana. Þingið geti ekki með lögmætum hætti útvegað Sigurði Inga lagaheimildina eftir á eins og lagt sé til að gert sé í frumvarpinu. „Að mati FA er það stórvarasamt fordæmi ef Alþingi ætlar að leggja blessun sína yfir að ráðherrar geri samninga sem þeir hafa enga lagaheimild til og sæki heimildina til Alþingis eftir á.“

Þetta sé í andstöðu við ákvæði 2. gr. stjórnarskrár um þrískiptingu valds og sömuleiðis þingræðisreglu íslenskrar stjórnskipunar enda sé það löggjafinn sem kveði á um valdheimildir ráðherra en ekki hann sjálfur segir enn fremur í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert