Húðlæknir vill banna ljósabekki

Notkun ljósabekkja hefur minnkað talsvert undanfarin ár.
Notkun ljósabekkja hefur minnkað talsvert undanfarin ár. .shock

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastofunni, vill banna ljósabekki. Hún segir að búið sé að sýna fram á að ljósabekkjanotkun sé krabbameinsvaldandi.

Könnun Gallups fyrir samstarfshóp um varnir gegn útfjólubláum geislum sýnir að 10% fullorðinna Íslendinga notfærðu sér ljósabekki í fyrra.

Notkun bekkjanna hefur minnkað talsvert undanfarin ár. Fleiri konur en karlar notuðu ljósabekki og var algengast að þær væru á aldrinum 18 til 24 ára, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert