Samþykki ekki fjármálaáætlun óbreytta

BHM hefur áhyggjur af undirfjármögnun háskóla í landinu og að …
BHM hefur áhyggjur af undirfjármögnun háskóla í landinu og að ekki sé tekið á henni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandalag háskólamanna skorar á þingmenn að samþykkja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021 óbreytta. Í umsögn þess til fjárlaganefndar er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir auknum framlögum til háskóla landsins.

Þá tekur bandalagið undir áhyggjur sem rektorar háskólanna hafa lýst af undirfjármögnun háskólastigsins. Það bendir á að sókn til framfara, atvinnuuppbyggingar og góðra lífskjara verði hér eftir sem hingað til byggð á háu menntunarstigi þjóðarinnar og öflugu starfi háskóla- og vísindasamfélagsins.

„Nú ríður á að löggjafarsamkoman sýni dug og framsýni og snúi af braut langvarandi undirfjármögnunar háskólastigsins," segir í tilkynningu frá BHM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert