Tveggja tíma seinkun á Ísafirði

Tveggja tíma seinkun varð í morgun.
Tveggja tíma seinkun varð í morgun. mbl.is/Brynjar Gauti

Tveggja tíma seinkun varð á flugi frá Ísafirði í morgun vegna stífrar sunnanáttar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands fór vél í loftið klukkan 11 í morgun en hún átti upphaflega að taka á loft klukkan 9.05.

Næsta brottför frá Ísafirði er fyrirhuguð klukkan 12.45.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru sunnan 13 til 20 metrar á sekúndu á landinu, hvassast við fjöll Vestanlands. Spáð er minnkandi sunnanátt og rofar víða til á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert