Vöð geta verið varhugaverð

mbl.is/Helgi Bjarnason

Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Leysingar verða enn fremur um helgina á norðan- og austanverðu landinu. 

„Undanfarið hefur rennsli í ám aukist vegna leysinga og verður áframhald þar næstu daga, þar sem spáð er talsverðri rigningu um landið vestanvert og á sunnanverðum Vestfjörðum, samhliða hlýnandi veðri á norðan- og austanverðu landinu. Vegfarendur eru hvattir til að gæta varúðar og sýna aðgát við vatnsföll. Vöð á ám geta verið varhugaverð,“ segir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert