Fjölmenning í Hörpu í dag

Þátttakendur voru margir hverjir klæddir þjóðbúningum frá hinum ýmsu löndum …
Þátttakendur voru margir hverjir klæddir þjóðbúningum frá hinum ýmsu löndum sem lífgaði upp á gönguna. ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fjölmenningardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, en hann hófst formlega með fjölþjóðlegri skrúðgöngu frá Skólavörðuholti klukkan 13. Þátttakendur voru margir hverjir klæddir þjóðbúningum frá hinum ýmsu löndum sem lífgaði upp á gönguna, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þegar í Hörpu kom hófst hátíðin með kynningar- og sölubásum innandyra og matarmarkaði í tjaldi fyrir utan. Í Kaldalóni er svo skemmtidagskrá þar sem boðið er upp á sextán atriði, meðal annars dans frá Filipseyjum, Mexíkóskt íslenskt tónlistaratriði, Balkandans, Múltíkúltikórinn og margt fleira.

„Ljóst er að dagurinn á sér fastan sess í hugum borgarbúa því mikill fjöldi fólks er í Hörpu og troðið í Kaldalóni þar sem skemmtiatriðin standa yfir. Endilega leggið leið ykkar í Hörpu og njótið fjölbreytileikans sem þar er í boði,“ segir í tilkynningunni.

Hér má finna dagskrá Fjölmenningardagsins.

Fjöldi fólks er í Hörpu.
Fjöldi fólks er í Hörpu. ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert