Formannskjör Samfylkingarinnar hafið

Frambjóðendur til formanns Samfylkingarinnar: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús …
Frambjóðendur til formanns Samfylkingarinnar: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Samsett mynd

Kosning um það hver verður næsti formaður Samfylkingarinnar hófst á hádegi í dag og stendur yfir til föstudagsins 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. Kosningin fer aðallega fram rafrænt en á kjörskrá eru um 17 þúsund manns.

Frambjóðendur eru fjórir. Það eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar, þingflokksformaður flokksins, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Oddný Harðardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi fjármálaráðherra.

Tilkynnt verður um úrslit formannskjörsins klukkan 18:00 á föstudaginn. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst klukkan klukkan 13:00 þann dag og stendur fram á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert