Grundvallarbreyting á námsaðstoð

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um heildarendurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna gerir ráð fyrir að námsmenn í fullu námi geti fengið 65 þúsund króna beinan styrk á mánuði.

Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir námsaðstoð í formi lána á hagstæðum kjörum. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka ríkisstjórnarflokkanna í vikunni og verður lagt fyrir þingið eftir helgi.

Námsstyrkurinn verður 65 þúsund krónur á mánuði í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinna skólaára. Námsmenn geta valið um að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að hluta, en heildarstyrkur námsmanns getur numið allt að 2.925.000 krónum miðað við fulla námsframvindu. Hámarkslán miðast við 15 milljónir á hvern námsmann. Nær allir nemendur falla undir viðmið þar sem heildaraðstoð getur numið tæpum 18 milljónum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert