Hættuástand við Dettifoss

Dettifoss.
Dettifoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna hláku og vatnavaxta hefur myndast hættuástand á útsýnissvæðinu við Dettifoss samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Af þeim sökum hefur vegi 862, Dettifossvegi, verið lokað þar til ástandið skánar. 

Vakin er enn fremur athygli á því að farið er að hlána til fjalla og jarðvegur víða mjög gljúpur á hálendinu. Vegslóðar þar eru fyrir vikið afar viðkvæmir á meðan frost er að fara úr jörð. Í verndarskyni er akstursbann því á mörgum hálendisvegum.

Þeir sem hafa hug á að aka inn á hálendið eru beðnir að kynna sér vel hvert hægt er að fara og hvar akstur er óheimill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert