Ragnheiður Elín telur að ívilnanir réttlæti takmarkanir á heimagistingu

Þúsundir gistirýma eru í boði í heimagistingu, 13% eru með …
Þúsundir gistirýma eru í boði í heimagistingu, 13% eru með tilskilin leyfi. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur að ívilnanir, sem þeir sem bjóði upp á heimagistingu fái, réttlæti takmarkanir sem lagðar eru til í frumvarpi um heimagistingu um 90 daga hámarksfjölda gistinátta og tekjuhámark vegna heimagistingar.

„Við erum að lækka kröfur um til dæmis rekstrar- og heilbrigðisleyfi, og það frelsi verður að vera háð einhverjum takmörkunum til þess að það komi ekki niður á þeim sem eru í samkeppninni,“ segir Ragnheiður Elín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í umsögn húsnæðisleigufyrirtækisins Airbnb um frumvarpið segir að 90 daga árshámark geti leitt til þess að þeir sem bjóði heimagistingu sjái sér ekki hag í því að halda framboðinu áfram. Er lagt til að hámarkið verði þess í stað 120 dagar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert