Mikill reykur í Bankastræti 6

Eldurinn kom upp á þriðju hæð byggingarinnar.
Eldurinn kom upp á þriðju hæð byggingarinnar. mbl.is/ Árni Sæberg

Tilkynnt var um eld í Bankastræti 6 klukkan 10 mínútur yfir 11 í dag. Búið var að slökkva eldinn fimm mínútum síðar en töluverður reykur hlaust af.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er nú verið að reykræsta og kanna skemmdirnar í húsinu. 

Nokkrar verslanir og fyrirtæki eru í húsinu, þar á meðal Tóbaksverslunin Björk, en ekki lá fyrir hvar eldurinn hefði komið upp þegar fréttastofa hafði samband við slökkvilið.

Uppfært 12:03

Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði á þriðju hæð hússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert