„Rós í hnappagat starfsins“

Verðlaunahafar við athöfnina í gær.
Verðlaunahafar við athöfnina í gær. Ljósmynd/ Reykjavíkurborg

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent í Tjarnarsalnum í gær. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg er markmið verðlaunanna að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík.

Tuttugu tilnefningar bárust vegna 14 verkefna.

  • Leikskólinn Laufskálar hlaut verðlaun fyrir leiklistaverkefnið Ég get, sjáðu mig.
  • Leikskólinn Miðborg hlaut verðlaun fyrir verkefnið Námskeið fyrir pólska foreldra.
  • Leikskólinn Sólborg hlaut verðlaun fyrir verkefnið  Ráðgjafaskóli vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.
  • Fríða Bjarney Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir áralangan stuðning við málörvun og læsi fjöltyngdra barna í leikskólum

„Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi.  Tjáning, sjálfstraust, læsi, fjöltyngi og þjónusta við heyrnarlaus og heyrnarskert börn var þema verðalaunaverkefnanna og viðurkenningar voru veittar fyrir þverfaglegt samstarf milli skólastiga og forvarnir í nærsamfélaginu,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

„Verðlaunin eru rós í hnappagat starfsins sem þau hlýtur, þau eru viðurkenning fyrir vel unnin verk í þágu barna og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.“

Auk verðlaunanna hlutu eftirfarandi samstarfsverkefni viðurkenningu;

  • Leikskólarnir Blásalir, Heiðarborg, Rauðaborg og Selásskóli fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Heimahagar.
  • Leikskólarnir Bakkaborg, Borg og Breiðholtsskóli fengu viðurkenningu fyrir verkefnið  Sumarskóli elstu barna í Bakkahverfi.
  • Forvarnateymi Vesturbæjar í samstarfi við leikskóla í Vesturbæ fékk viðurkenningu fyrir samstarfsverkefnið Eineltisáætlun leikskóla Vesturbæjar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert