Salernistankur olli seinkun

Boing 767-þota Icelandair.
Boing 767-þota Icelandair. mbl.is/ Árni Sæberg

Fimm tíma seinkun var á flugi Icelandair frá Keflavík til Schiphol-flugvallar í Amsterdam í morgun.

Um farþegaþotu Icelanda­ir af gerðinni Boeing 767 er að ræða, þá sömu og festist í Amsterdam á mánudag vegna bilunar í rafeindakerfi síðastliðinn mánudag og í Boston mánudaginn þar áður vegna bilunar í hjólabúnaði.

Í þetta sinn er það þó ekki beinlínis bilun sem veldur seinkuninni.

„Þeir lentu í einhverjum erfiðleikum með að losa það sem heitir safntankur frá salernum. Það þurfti að kalla út dælubíl frá Keflavík sem tók tíma,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Svo bara fór hún í loftið þegar búið var að tæma.“

Seinkunin leiðir af sér fjögurra tíma seinkun á ferð vélarinnar frá Schiphol aftur til Keflavíkur en lending er nú áætluð kl. 19:20 í stað 15:10. 

Fréttir mbl.is:

Vélinni flogið til Amsterdam í morgun

 Sams kon­ar vanda­mál kom aft­ur upp

Vél­in kom­in heim frá Bost­on

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert