Sjúkrahótel á Landakotsspítala

Landakotsspítali.
Landakotsspítali. mbl.is/Golli

Hluti af nýrri útskriftardeild Landspítala, sem opnuð var á Landakoti í mars sl., er nú notaður sem sjúkrahótel fyrir hluta þeirrar starfsemi sem áður var á Sjúkrahótelinu í Ármúla.

Verður svo þar til nýtt sjúkrahótel verður opnað við Hringbraut á næsta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar samningnum var sagt upp í Ármúlanum ákváðum við í samráði við velferðarráðuneytið að nýta hluta af rúmunum sem eru á útskriftardeildinni sem sjúkrahótel,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert