Snarpar vindhviður á Snæfellsnesi

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Gert er ráð fyrir snörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þá er ennfremur varað við áframhaldandi vatnavöxtum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Sömuleiðis megi búast við leysingum um helgina á norðan- og austanverðu landinu.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera annars ráð fyrir hægviðri og léttskýjuðu á Norður- og Austurlandi en annars sunnan 5-10 metrum á sekúndu og skýjuðu að mestu. Suðaustan 5-10 m/s og rigningu með köflum vestantil á morgun en annars hægviðri og björtu veðri. Þokubakkar verða þó á annesjum. Hiti verður víða 8 til 13 stig, en allt að 20 stigum norðaustantil að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert