Sumarið kemur í næstu viku

Útlit er fyrir gott sumarveður á landinu í ár.
Útlit er fyrir gott sumarveður á landinu í ár. mbl.is/Kristján Kristjánsson

„Almennt séð er ég brattur fyrir þetta sumar,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, eða Siggi stormur, sem hefur spáð í sumarveðrið síðustu 18 ár við góðan orðstír.

Að hans mati eru hagstæðar veðurhorfur fyrir sumarið. „Samkvæmt veðurlagsspám sem taka mið af sögulegu samhengi er úrkomulítið og frekar hlýtt sumar framundan, að minnsta kosti á Suðurlandi,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir hann athyglisvert hversu vel Vestfirðir koma út úr spánni að þessu sinni. Loks segir Sigurður að landsmenn fái sennilega þurrara og bjartara veður á Suður- og Vesturlandi en þeir eigi að venjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert