Vestfirskur risi í laxeldi

Gert að laxi hjá Fjarðalaxi.
Gert að laxi hjá Fjarðalaxi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Eigendur vestfirsku laxeldisfyrirtækjanna Arnarlax og Fjarðalax hafa ákveðið að sameina þau. Sameinað fyrirtæki starfar undir merkjum Arnarlax og höfuðstöðvar þess verða á Bíldudal.

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi, segir í samtali við Morgunblaðið að áform fyrirtækisins verði kynnt á starfsmannafundum félaganna á mánudag. Tilgangur viðskiptanna sé að efla og styrkja fiskeldið, segir í Morgunblaðinu í dag.

Arnarlax er ungt fyrirtæki í Arnarfirði í hraðri uppbyggingu. Norski fiskeldisrisinn SalMar keypti tæplega 23% hlut í fyrirtækinu í vetur og var það talið stuðningsyfirlýsing við uppbygginguna. Fjarðalax er með sjókvíaeldi í þremur fjörðum Vestfjarða og er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert