Skóli fyrir alla nemendur

Útskriftarnemendur VMA.
Útskriftarnemendur VMA. Ljósmynd/VMA

Brautskráning Verkmenntaskólans á Akureyri fór fram í Menningarhúsinu Hofi í gær að viðstöddu fjölmenni en brautskráðir voru 121 nemandi að þessu sinni. Sigríður Huld Jónsdóttir brautskráði sinn fyrsta hóp sem fastráðinn skólameistari en hún var ráðin í starfið í desember eftir að hafa gegnt því í nokkur ár í námsleyfi forvera síns.

Sigríður Huld sagði í upphafi brautskráningarræðu sinnar að í ljósi þess að hún hafi gegnt starfi aðstoðarskólameistari VMA undanfarin rúmlega níu ár hafi hún að mestu vitað út á hvað starfið gengi „fyrir utan það að það gleymdist að segja mér í ráðningarviðtalinu að eftir nokkra daga yrði skólinn án nokkurs rekstrarfjár.“

Sigríður Huld fór yfir skólastarfið á liðnum vetri og sagði það hafa gengið mjög vel, „enda hér mikill mannauður í starfsfólki og nemendum.“ VMA legði áherslu á að vera skóli fyrir alla nemendur. Ætlast væri að sjálfsögðu til þess að nemendur legðu sig fram en ekki væri hins vegar horft til einkunna, stéttar eða stöðu þegar nemendur væri teknir inn í skólann.

„Við viljum geta boðið nemendum okkar upp á fjölbreytileika því það er það sem bíður þeirra í framtíðinni. Fjölbreytileikinn er einmitt það sem margir okkar nemenda nefna sem einn af helstu kostum skólans. Sú hæfni sem nemendur okkar fá við að takast á við breytingar og kynnast ólíku fólki sem stefnir í fjölbreyttar áttir er veganesti sem styrkir þá til framtíðar.“

Að venju voru veitt fjölmörg verðlaun fyrir góðan námsárangur,

Frétt á vef VMA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert