Andlát: Brynjólfur Sveinbergsson

Brynjólfur Sveinbergsson
Brynjólfur Sveinbergsson

Brynjólfur Sveinbergsson, fv. mjólkurbússtjóri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að kvöldi 25. maí sl. Hann var fæddur á Blönduósi 17. jan. 1934.

Brynjólfur nam mjólkurfræði við Meieris skole í Þrándheimi og útskrifaðist þaðan 1955. Hann hóf þá störf við mjólkurvinnslu á Selfossi, þar til hann réðst að nýstofnaðri Mjólkurstöð KVH/KFHB á Hvammstanga árið 1959. Vann hann þar að öflugri uppbyggingu allan sinn starfsaldur, m.a. að ostagerð sem varð landskunn undir heitinu „Hvammstangaosturinn“. Hann lét þar af störfum í árslok 1999, eftir 40 ára farsælt starf.

Brynjólfur var mikill félagsmálamaður. Hann var stofnfélagi í Tæknifélagi mjólkuriðnaðarins og virtur innan sinnar stéttar. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja á Hvammstanga og stofnaði m.a. Meleyri rækjuverksmiðju og saumastofuna Drífu. Brynjólfur var varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, og sat um árabil í hreppsnefnd Hvammstangahrepps, oftast sem oddviti. Átti hann mestan heiður af lagningu hitaveitu frá Laugarbakka til Hvammstanga árið 1972, sem hann var alla tíð mjög stoltur af.

Eftirlifandi eiginkona hans er Brynja Bjarnadóttir, fædd árið 1942, ættuð úr Flóanum, og eignuðust þau þrjú börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert