Börn með geðvanda þurfi ekki að bíða

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

„Það er mitt mat að koma þurfi í veg fyrir að börn með geðvanda þurfi að bíða eftir þjónustu. Tíminn líður fljótt og tími sem okkur sem erum komin á fullorðinsár finnst stuttur er afskaplega langur í lífi barns,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag í svari við munnlegri fyrirspurn frá Páli Vali Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar, um þjónustu við börn með geðvanda eða fjölþættan vanda.

„Það er alþekkt, og segir sig sjálft, að þeim úrræðum sem grípa þarf til þegar mál eru orðin alvarlegri fylgir meiri kostnaður, þau eru flóknari en ef inngrip hefði átt sér stað til muna fyrr. Hægt er að fullyrða um krónutöluna með þessum hætti en ég held að við getum öll verið sammála um að enginn leggur í þann leiðangur að reyna að slá verðmati á hugarangur eða álag á börn og fjölskyldur þeirra,“ sagði ráðherrann ennfremur.

Ekki væri þó samasem merki á milli þess að grípa snemma inn í og afstýra því að geðvandi yrði alvarlegur en í yfirgnæfandi meiri hluta tilfelli væri sú þó raunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert