Helmingi færri kennarar eftir 30 ár

Kennaraháskóli Íslands.
Kennaraháskóli Íslands. mbl.is/Jim Smart

Líklegt er að mikill skortur verði á grunnskólakennurum eftir fimmtán ár ef ekkert verður að gert. Eftir þrjátíu ár verður fjöldi réttindakennara helmingi minni frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfsson meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands.

Niðurstöðurnar kynntu þeir á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri, að því er kom fram í Fréttablaðinu.

Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara  á Íslandi. Athugað var hvernig þróun stéttarinnar yrði á næstu árum og áratugum.

Árið 2031 verða grunnskólakennarar líklega 6.880 talsins en árið 2051, tuttugu árum síðar, verða þeir aðeins 3.689, ef ekkert verður að gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert