Jana með hæstu einkunn

Dóra Ármannsdóttir, skólameistari FSH, og Jana Björg Róbertsdóttir, dúx skólans …
Dóra Ármannsdóttir, skólameistari FSH, og Jana Björg Róbertsdóttir, dúx skólans 2016. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Framhaldsskólinn á Húsavík brautskráði 15 nemendur við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju síðastliðinn laugardag.

Þetta var 29. brautskráning skólans og fór hún fram að viðstöddu fjölmenni. Stúdentar voru 14; 6 af náttúrufræðibraut og 8 af félagsfræðibraut. Einn nemandi útskrifaðist af starfsbraut.

Jana Björg Róbertsdóttir var með hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,14. Fékk hún viðurkenningar frá Hollvinasamtökum FSH, Menningarsjóði þingeyskra kvenna og Þekkingarneti Þingeyinga fyrir þann árangur.

Einnig fékk hún viðurkenningu frá tómstunda- og æskulýðssviði Norðurþings fyrir félagsstörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert