Þyrlan sótti hjartaveikan ferðamann að Glym

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi voru kallaðar út fyrir stundu vegna hjartveiks erlends ferðamanns við fossinn Glym.

Ferðamaðurinn kenndi sér meins á göngu að fossinum og var haft samband við Neyðarlínuna. Aðstæður voru erfiðar, þar sem um langan burð er að ræða. Þyrla Landhelgisgæslu var því kölluð út og tók hún manninn um borð.

Ekki er vitað um líðan mannsins sem er kominn á Landspítalann til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert