Bíða kröfugerðar flugumferðarstjóra

Flugumferðarstjóri að störfum
Flugumferðarstjóri að störfum mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fundur í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. Ein og hálf vika er liðin frá síðasta fundi en ekki mega líða meira en tvær vikur á milli funda hjá ríkissáttasemjara.

„Það er vonandi að menn nái eitthvað betur saman,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Spurður hvort Isavia ætli að bera nýjar tillögur á borðið segir hann að reynt verði að komast betur að því hvað Félag íslenskra flugumferðarstjóra sé að hugsa. „Það er ekki komin nákvæm kröfugerð frá þeim enn þá,“ segir Guðni.

Í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær taldi hann litlar líkur á að röskun yrði á flugi í Keflavík fram að fundinum vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra, en ekki hafði verið tilkynnt um veikindi. Bannið hefur staðið yfir frá 6. apríl. Flugfarþegar eru þó beðnir um að mæta þremur klukkustundum fyrir flug næstu þrjá daga þar sem unnið er að umbótum á farangursflokkunarkerfi. Á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinnar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innritunarfarangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert