Vill verja árangur og kjarabæturnar

Bjarni Benediktsson talar í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi.
Bjarni Benediktsson talar í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Styrmir Kari

Fjármálaráðherra sagði við almennar stjórnmálaumræður á Alþingi í gærkvöldi að ekki mætti líta á það sem sjálfsagðan hlut að kaupmáttur heimilanna aukist um 11% á einu ári, eins og nú væri staðreynd. Það sé ekki hægt nema framleiðnin aukist jöfnum skrefum og hún vaxi ekki um 10-12% á ári.

Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að frekar ætti að stefna að því að verja þann árangur sem náðst hefði og tryggja að áfram verði sótt til betri lífskjara fyrir launþegana í landinu á varanlegum grunni. Um það ætti samtal stjórnvalda og vinnumarkaðarins að snúast. Það verði hægt með grundvallarbreytingum, á borð við breytingar sem gerðar hafi verið í ríkisfjármálunum.

Fjármálaráðherra bætti því við að framundan væri það verkefni að styrkja innviði samfélagsins, á grunni betri stöðu ríkissjóðs. Dregið hefði verið úr framkvæmdum. Með langtímaáætlun væri verið að bæta í þann þátt að nýju. Nefndi ráðherra sem dæmi að of margar einbreiðar brýr væru í landinu og þörf væri á nýjum spítala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert