Fleiri úrræði vegna bótasvika

Tryggingastofnun ríkisins (TR) við Laugaveg 114.
Tryggingastofnun ríkisins (TR) við Laugaveg 114. mbl.is/Árni Torfason

Auknar heimildir til eftirlits og önnur úrræði hafa gagnast Tryggingastofnun við úrvinnslu mála sem tengjast bótasvikum eða mistökum við bótagreiðslur. Þetta kemur fram í svari Tryggingastofnunar við fyrirspurnum Morgunblaðsins.

Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2014 voru stofnuninni veittar auknar eftirlitsheimildir og lagaheimildir til að ljúka bótasvikamálum með stjórnvaldssektum. Sektin er 15% álag á endurgreiðslukröfuna. Sama ár jukust rekstrarfjárheimildir Tryggingastofnunar um rúmlega 70 milljónir, sem hafa meðal annars nýst til þróunar á áhættugreiningu og árangursmælikvörðum.

Í svari í Morgunblaðinu í dag við fyrirspurn um hvort fleiri úrræði gætu gagnast stofnuninni kemur fram að tækifærin felist í samstarfi. „Almennt má segja að Tryggingastofnun líti sérstaklega til samkeyrslu á upplýsingum af ýmsum toga. Þá felast mögulega einnig tækifæri í nánara samstarfi við aðrar stofnanir á þessu sviði. Þar mætti sem dæmi nefna Þjóðskrá þar sem greiðslur byggjast mikið á upplýsingum þaðan.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert