Ók á lögregubíl í Kópavogi

Bifreiðin var stöðvuð í Kópavogi.
Bifreiðin var stöðvuð í Kópavogi. mbl.is/Eggert

Lögreglumenn höfðu afskipti af ökumanni við Silfurtún í Garðabæ upp úr klukkan hálfeitt í nótt þar sem hann hafði ekið ógætilega um bílastæði við Hagkaup.

Þegar ökumanninum var kynnt að hann væri handtekinn og hann beðinn um að stíga út úr bifreiðinni neitaði hann og ók burt. Þá sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum.

Bifreiðinni var ekið eftir göngustígum og yfir skólalóð. Þá var bifreiðinni ekið úr Garðabæ í Kópavog á miklum hraða og ítrekað á móti rauðu ljósi. Bifreiðin var stöðvuð í Kópavogi eftir árekstur við lögreglubíl og reyndi ökumaður að hlaupa í burtu en var stöðvaður skömmu síðar.

Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fjölda annarra umferðarlagabrota. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Maðurinn var færður á slysadeild til skoðunar en var síðan vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert