Segir störf þingsins skilvirk

Góður gangur er í þingstörfunum.
Góður gangur er í þingstörfunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst þingstörfin hafa verið skilvirk undanfarnar vikur. Það eru ýmis mál sem menn eru sammála um að þurfi að ljúka og það hefur verið gert. Takturinn hefur verið mjög góður og öllum til sóma.“

Þetta segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, um gang mála á Alþingi um þessar mundir.

Stefnt er að þingfrestun fyrir sumarhlé síðdegis á morgun en þó eiga að vera nefndafundir í næstu viku. Enn er ágreiningur um mál sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fái framgang fyrir þingfrestun. Er því hugsanlegt að fundað verði aftur eftir helgi, að því  er fram kemur í umfjöllun um þingstörfin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert