Vilja Eze Okafor aftur til Íslands

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag, en honum var nýverið vísað úr landi til Svíþjóðar eftir að umsókn hans um hæli hér á landi var hafnað.

Þingmennirnir voru ómyrkir í máli. Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, skoraði á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Okafor yrði sóttur til Svíþjóðar og fluttur aftur til Íslands og veitt landvistar- og atvinnuleyfi.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að svo virtist sem Útlendingastofnun liti á það sem hlutverk sitt að reyna að halda sem flestum útlendingum frá landinu og nota til þess öll möguleg ráð.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við Útlendingastofnun að sakast og stjórnvöld í þessu máli. Spurði hann hvernig mönnum dytti í hug að „verja þessa vitleysu“ og sagði tímabært að Íslendingar tækju sig saman í andlitinu og hættu að koma fram við hælisleitendur eins og dýr.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert