Búnir að senda þýfi úr landi

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur seinna í …
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur seinna í dag. Brynjar Gauti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum ferðamönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þeir eru grunaðir um umfangsmikinn þjófnað. 

Þýfið er metið á margar milljónir króna og er meðal annars um að ræða skartgripi og dýran útivistarfatnað. Þegar er búið að senda hluta þýfisins úr landi með pósti. 

mbl.is greindi frá því síðdegis í gær að búið væri að handtaka karlmann sem grunaður væri um að hafa stolið skartgripum úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu grunaði að hann ætti sér samverkamann og var hans leitað. Búið er að finna samverkamanninn og er verið að yfirheyra báða mennina þessa stundina. 

Við húsleitir vegna málsins hefur meðal annars fundist gríðarlegt magn af fatnaði sem mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið. Að sögn lögreglu á eftir að fara í gegnum fatnaðinn og kanna hvort skarpgripina sé þar að finna. Þá er verið að reyna að stöðva póstsendingar á leið frá landinu sem talið er að innihaldi hluta af þýfinu. 

Ekki er vitað hversu lengi mennirnir hafa aðhafst hér á landi. Sem stendur bendir ekkert til þess að mennirnir tveir eigi sér einn eða fleiri samverkamenn.

Þeir sem hafa frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið geta haft sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu, en hægt er að hringja í síma 444-1000 eða senda tölvu­póst á net­fangið abend­ing@lrh.is.

Frétt mbl.is: Ferðamaður grunaður um stórfelldan þjófnað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert