Lítil stúlka lenti undir heybagga

Heybaggar eru oftast á bilinu 200 til 300 kíló að …
Heybaggar eru oftast á bilinu 200 til 300 kíló að þyngd. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson

Betur fór en á horfðist þegar þriggja ára stúlka lenti undir heybagga á sveitabæ, skammt sunnan við Flúðir.

Hún var flutt með þyrlu á Landspítalann síðdegis í gær en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi virðist hún vera í góðu lagi og áverkalaus eftir að hafa gengist undir rannsóknir.

Svokallaður stórbaggi sem er klæddur plasti lenti á stúlkunni og missti hún við það meðvitund. Baggar sem þessi eru á bilinu 200 til 300 kíló að þyngd. Hún hafði verið að leika sér með öðrum krökkum hjá innan um heybagga þegar slysið varð.

Lögreglan var mætt á staðinn um fimmtán mínútum eftir að henni var tilkynnt um slysið. Þegar hún kom á vettvang var stúlkan komin til meðvitundar og leit nokkuð frísklega út.

Öryggisins vegna var ákveðið að senda hana með þyrlu á Landspítalann.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti stúlkuna.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti stúlkuna. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert