Loka áningarstað í Hrútey yfir varptímann

Áningarstaðurinn í eynni er við brúna.
Áningarstaðurinn í eynni er við brúna.

Vegagerðin ætlar að takmarka aðgang að áningarstaðnum í Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi og loka honum yfir varptíma æðarfugls.

Verið er að útbúa skilti og annað sem þarf til að loka áningarstaðnum og verður honum lokað út júní. Annar áningarstaður er landmegin við brúna milli Hrúteyjar og lands.

Reynir Bergsveinsson, æðarbóndi í Hrútey, sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum nýverið kæru vegna áningarstaðarins og truflunar af honum á fuglalífið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert