Fékk fimm ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu

Kon­an var hand­tek­in í Forta­leza.
Kon­an var hand­tek­in í Forta­leza. Kort/​Google

Tvítug íslensk kona sem handtekin var í Brasilíu á milli jóla og nýárs hefur verið dæmd í 5 ára og 20 daga fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Konan, sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum og hefur þegar setið inni í hálft ár.

Í febrúar sagði mbl.is frá því að málið hefði mjakast hægt áfram og hafði faðir stúlkunnar aðeins heyrt einu sinni í dóttur sinni í tæplega tvo mánuði síðan hún var handtekin. Konan var látin sæta gæsluvarðhaldi þar sem ástæða var talin til að óttast að hún myndi flýja land þar sem hún hefði ekki fasta búsetu né fasta vinnu í Brasilíu.

Dv.is sagði fyrst frá dómnum og hefur mbl.is fengið staðfest að lengd dómsins sé fimm ár og 20 dagar.

Parið var handtekið 26. desember í borginni Fortaleza en þau voru með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum sem var falið í smokkum og fölskum botnum ferðatösku.

Fjögur kg af kókaíni sem fannst á Íslendingum í Forta­leza …
Fjögur kg af kókaíni sem fannst á Íslendingum í Forta­leza í Brasilíu. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert