Gera sér hreiður í trjám

Grenitré eru vinsælust meðal verpandi hrafnapara.
Grenitré eru vinsælust meðal verpandi hrafnapara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færst hefur í vöxt að hrafnar geri sér hreiður í trjám, einkum í grennd við Reykjavík. Er greni vinsælasta hreiðursstæðið.

Þetta hátterni fylgir stækkandi trjástofni og útbreiddari trjárækt, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra dýrafræði á Náttúrufræðistofnun Íslands. Kristinn segir að hrafnar verpi yfirleitt í klettum en hafi einnig orpið í auknum mæli í alls kyns mannvirkjum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn segir að með breyttum atvinnuháttum hafi fæðuöflun hrafna í grennd við mannabústaði gerbreyst. Opnir öskuhaugar sem hrafnar hafi vanið komur sínar á heyri sögunni til. Hrafnarnir sæki hins vegar í pylsur og aðrar matarleifar sem falli til á götum Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert