Nafn konunnar sem lést

Konan sem lést hét Ingrún Ingólfsdóttir.
Konan sem lést hét Ingrún Ingólfsdóttir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Konan, sem lést í bílslysi í Hvalfjarðargöngum á sunnudaginn, hét Ingrún Ingólfsdóttir. Hún var 67 ára hjúkrunarfræðingur, búsett í Hafnarfirði, og lætur hún eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn.

Ingrún var farþegi í fólksbifreið sem var á norðurleið þegar slysið varð.

Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti skullu fólksbifreiðin og jeppi sem var á suðurleið saman er jeppinn fór yfir á rangan vegarhelming. Í jeppanum var ökumaður ásamt tveimur farþegum en í fólksbílnum ökumaður og farþegi.

Útskrifaðir af gjörgæslu

Fjórir einstaklingar sem fluttir voru á Landspítalann í kjölfar slyssins voru útskrifaðir af gjörgæslu í gær, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Þeir eru á sjötugs- og áttræðisaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert