Smyrill gæðir sér á kótelettu

Smyrillinn.
Smyrillinn. Ljósmynd/Náttúrustofa Vestfjarða

Kona kom á Náttúrustofu Vestfjarða í dag með smyril sem hún hafði náð úr kjaftinum á hundinum sínum. Fuglinn virtist vera aðeins skaddaður á væng en hafði góða lyst þegar honum var boðið kjöt í hádeginu. 

Í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofu Vestfjarða segir að líklega hafi smyrillinn verið skaddaður á vængnum áður en hundurinn náði í hann og var það ef til vill ástæðan fyrir því að hundurinn náði honum. 

Hér má sjá smyrilinn gæða sér á kjötinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert