Boðaður til starfa á ný

mbl.is/Eggert

Lögreglumaðurinn sem vikið var úr starfi vegna rannsóknar héraðssaksóknara á máli hans hefur verið boðaður til starfa á ný. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér. Þar segir að mál embættis héraðssaksóknara gegn starfsmanni embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fellt niður. 

„Að mati héraðssaksóknara hefur ítarleg rannsókn á meintum brotum umrædds starfsmanns ekkert leitt í ljós sem renni stoðum undir það að hann hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. Embættið fagnar niðurstöðu málsins og hefur starfsmaðurinn þegar verið boðaður aftur til starfa,“ segir í tilkynningunni. 

Lög­reglumaður­inn var leyst­ur frá störf­um um miðjan janú­ar­mánuð vegna máls­ins, en hann hafði áður verið flutt­ur til í starfi inn­an lög­regl­unn­ar vegna ásak­ana um hvernig sam­skipt­um hans við brota­menn væri háttað.

Fréttir mbl.is um málið: 

Lögreglustjóri brást of hart við

Niðurstaðan líklega ekki véfengd

Mál gegn lögreglumanni fellt niður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert