Grunnskólakennarar felldu kjarasamning

Þrír af hverjum fjórum sem greiddu atkvæði um kjarasamninginn sagði …
Þrír af hverjum fjórum sem greiddu atkvæði um kjarasamninginn sagði nei. mbl.is/Golli

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 2. til 9. júní en 72,24% þeirra sem kusu sögðu nei. Þetta kemur fram í frétt á vef Kennarasambandsins.

Á kjörskrá voru 4.453, en 65,84% þátttaka var í atkvæðagreiðslunni. Já við samningunum sögðu 741, eða 25,27%. Nei sögðu 2.118 manns, eða 72,24%. Auðir seðlar voru 73 talsins, eða 2,49%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert