Fangelsið á Hólmsheiði opnað

Fang­elsið á Hólms­heiði var tekið í form­lega í notk­un í dag, en um er að ræða fyrsta fangelsi sem byggt er hér á landi síðan Hegningarhúsið var reist árið 1874. Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu og tók myndir af nýja fangelsinu. 

Rými er fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun auk sérstakrar álmu fyrir langtímavistun kvenna, en langtímavistun karla verður áfram á Litla-Hrauni. Innanríkisráðherra lýsti fangelsið formlega opnað í dag, þótt fyrstu fanganna sé ekki að vænta fyrr en síðsumars. 

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að mark­miðið hefði verið að bygg­ing­in yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrm­andi til­finn­ingu sem fylgdi inni­lok­un.

Frétt mbl.is: Sé ekki yfirþyrmandi við innilokun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert