Bárðarbunga skalf í nótt

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Í nótt urðu tveir jarðskjálftar af stærð 3,1 kl. 00.57 og 3,6 kl. 03.31 á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Nokk­ur skjálfta­virkni er á svæðinu. Hinn 26. maí sl. mældist skjálfti að stærð 3,3, hinn 31. maí mældist skjálfti að stærð 3,4 og 5. júní mældist einnig skjálfti að stærð 3,4. 

Sig­ur­dís Björg Jón­as­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stof­unni, hefur sagt í þessu samhengi að grannt sé fylgst með gangi mála en ekkert bendi til þess að nokkuð óeðlilegt sé á ferðinni.

Uppfært kl. 9.23

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru skjálftarnir í nótt svipaðir og hafa orðið síðustu vikur í öskjubrún Bárðarbungu. Skjálftarnir endurspegli vaxandi þrýsting í kvikuhólfi og er atburðarás sem þessi algeng eftir hræringar líkt og þær sem urðu í Bárðarbungu 2014 og 2015. Ekkert bendir til þess að annað eldgos sé í aðsigi í jöklinum á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert