Veiðiþjófar í Hornvík yfirheyrðir

Rannsókn lögreglu í veiðiþjófamálinu svonefnda í Hornvík á Hornströndum miðar …
Rannsókn lögreglu í veiðiþjófamálinu svonefnda í Hornvík á Hornströndum miðar vel. Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt nokkra úr hópi veiðiþjófa sem staðnir voru að verki í Hornvík á Hornströndum í síðustu viku. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, staðfestir það í samtali við mbl.is en vill ekki gefa upp nákvæman fjölda þeirra. RÚV greindi fyrst frá.

Hlynur segir lögreglu líta málið alvarlegum augum og tekur lögreglustjórinn á Vestfjörðum ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu að lögreglurannsókn lokinni en ótímabært er að spá fyrir um hvenær rannsókn ljúki að sögn Hlyns.

Frétt mbl.is: Vitni gáfu skýrslu í veiðiþjófamáli

Líkt og mbl.is greindi frá í síðustu viku hafa vitni í málinu lokið skýrslutöku hjá lögreglu og hefur lögregla einnig aflað gagna með öðrum hætti að sögn Hlyns Hafbergs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert