Ekki alltaf tryggðir í hjólakeppnum

Hjólakeppnir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og eru t.d. ...
Hjólakeppnir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og eru t.d. rúmlega þúsund manns skráðir til þátttöku í WOW Cyclothon í vikunni. Kristinn Magnússon.

Undanfarin ár hefur áhugi Íslendinga á alls kyns hjóla- og hlaupakeppnum aukist til muna. Þá má sjá fólk æfa sig hvert sem litið er þótt stundum sé um að ræða fólk sem einfaldlega þráir hreyfingu án þess að vera að keppa að neinu sérstöku eða æfa sig fyrir næsta mót. Samhliða þessu hefur fólk fjárfest í æ dýrari keppnisbúnaði og á það sérstaklega við hjólreiðakeppnir. Getur verðmæti hjóls og aukabúnaðar jafnvel farið langleiðina í og jafnvel yfir tvær milljónir.

En hvernig er tryggingamálum háttað við æfingar og í keppni? Líklegt er að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir geti verið ótryggðir þegar kemur að slysatryggingu og tryggingu fyrir hjólið sjálft. Það þarf nefnilega oft auka tryggingu fyrir slíka iðkun. Þetta er gott að hafa í huga t.d. fyrir þátttöku í keppni eins og WOW Cyclothon og Bláa lóns þrautinni.

Mbl.is hafði samband við tryggingafélögin TM, Sjóvá, Vörð og VÍS og óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

  • Hvers konar hjólatrygging er innifalin í heimilistryggingum hjá ykkur, bæði er varða tryggingar á hjólinu sjálfu og slysatrygging fyrir hjólara?
  • Eru einhver takmörk fyrir því hvenær slík trygging er í gildi, t.d. varðandi keppnir, æfingar, hóphjólreiðar o.s.frv?
  • Ef það eru takmarkanir varðandi gildi tryggingar í keppnum og/eða æfingum, gildir það fyrir alla slíka viðburði, eða bara fyrir viðburði sem eru skipulagðir af sambandi innan ÍSÍ?
  • Eruð þið með sérstakar hjólatryggingar og hvað felst í slíkri tryggingu?

TM

Hjá TM fengust þau svör að hjól væru tryggð fyrir 100 þúsund krónur í algengasta fjölskyldu- og heimilistryggingapakka félagsins, heimilistryggingu TM3. Ef hjól eru verðmætari en það þarf viðbótarvernd. „Hjólin fást bætt sé þeim sannanlega stolið eða ef þau verða fyrir skemmdum vegna óvænts utanaðkomandi atburðar eins og ef hjólari dettur og hjólið skemmist við það,“ segir í svari félagsins.

Þá eru hjólreiðamenn einnig slysatryggðir í heimilistryggingapakkanum, en aðeins við almenna iðkun, ekki í æfingum eða keppnum. „Sú slysatrygging nær til slysa sem verða við almennar íþróttaiðkanir en undanskilin eru slys vegna þátttöku í keppni eða æfingum til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum,“ segir í svari TM.

Keppendur í WOW Cyclothoninu.
Keppendur í WOW Cyclothoninu. Kristinn Magnússon.

Þó er tekið fram að ef um sé að ræða almennar íþróttir, t.d. hlaup, hjól eða fjallgöngu, þá er viðmiðið að ef keppnin er opin almenningi og ekki þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku, þá falli keppnin undir heimatryggingu. Nefnd eru sem dæmi WOW Cyclothon og Color Run varðandi þetta atriði.

Sem svar við síðustu spurningunni vísar TM viðskiptavinum sínum á að ræða við ráðgjafa til að fara yfir tryggingar viðkomandi og í leiðinni möguleika á viðbótartryggingum fyrir keppnishjólreiðar.

Sjóvá

Hjá Sjóvá eru tjón á hjólum innifalin í algengustu heimilistryggingapökkunum; Fjölskylduvernd 2 og 3. Er hámarksupphæð þeirra 115.300 og 408.400 krónur. Verðmætari hjól þarf að tryggja sérstaklega, en sú trygging gildir meðal annars erlendis.

Frítímaslysatrygging er innifalin í fjölskylduverndinni og „bætir ýmis tjón sem kunna að verða við hjólreiðar í frístundum, þó ekki ef verið er að keppa á hjóli eða æfa fyrir keppni á hjóli.  Ef þú ert að æfa og keppa á hjóli þá þarftu að vera með almenna slysatryggingu,“ segir í svari Sjóvár. Er sérstaklega tekið fram að þeir sem taki þátt í keppnum eins og WOW Cyclothon og Bláa lóns þrautinni þurfi að huga sérstaklega að tryggingum sínum.

Þá er innifalið í fjölskyldutryggingapökkunum mögulegt tjón sem hjólreiðamaður veldur þriðja aðila, hvort sem það sé í keppni eða ekki.

Vörður

Hjá Verði falla tryggingar fyrir reiðhjól og tjón vegna þeirra undir heimilisvernd, heimilistryggingapakka fyrirtækisins. Þetta á við um tómstundaiðkun og þegar verðmæti hjóla er ekki mikið. Þannig eru takmarkanir á fjárhæðum vegna einstakra hluta sem fer eftir þeirri vernd sem fólk kaupir, en algengasta verndin takmarkar tjón við rúmlega 500 þúsund samkvæmt svari fyrirtækisins.

Frá WOW Cyclothon árið 2014.
Frá WOW Cyclothon árið 2014. mbl.is/Golli

„Slysatryggingar falla einnig undir Heimilisvernd  og gildir það líka við hjólreiðar þegar þær eru stundaðar til tómstundagamans. Fjölskyldutryggingar taka hins vegar ekki til slysa sem verða við hvers konar keppnir eða æfingar fyrir keppnir,“ segir í svari Varðar. Það er þó tekið fram að vegna WOW Cyclothon hafi verið gerð undanþága frá keppnisskilmálum og gildi slysatryggingar og hluti heimilisverndar fyrir þá keppni.

Bendir tryggingarfélagið á að fyrir dýrari hjól eða þá sem stundi keppnir og æfingar fyrir þær sé félagið með sérstaka reiðhjólatryggingu sem tekur til slysa sem verða við æfingar og keppnir, jafnt á Íslandi sem erlendis. Þá takið sú trygging einnig til tjóns á reiðhjólinu sjálfu og aukabúnaði sem því fylgi.

VÍS

VÍS tryggir hjól fyrir stuldi í F-plús fjölskyldutryggingum hjá félaginu. Fæst verðmæti hjólsins bætt gegn nótu um kaup, annars nemur fjárhæðin að hámarki 1% af innbústryggingu. Með innbúskaskói við F-plús eru hjól svo tryggð fyrir flestum óhöppum upp að ákveðnu hámarki sem er mismunandi eftir tryggingapakka.

Slysatrygging hjólareiðafólks í F-plús fjölskyldutryggingum tekur til frítíma, auk æfinga og keppni sem eru hvorki á vegum aðildarfélags ÍSÍ né annarra hjólreiða- eða íþróttafélaga. Slysatryggingin getur falið í sér örorkubætur, dagpeninga, greiðslu sjúkrakostnaðar innanlands og fleira; allt eftir því hvaða vernd viðskiptavinur velur sér.

Þá er í boði að fá sérstaka tryggingu fyrir verðmætari hjólum en hámarksvátryggingarfjárhæð tryggingapakkans nær til. Þá er einnig hægt að kaupa sérstaka slysatryggingu fyrir æfingar og keppnir sem ekki falla undir skilmála F-plús.

Hjólreiðafólk þarf meðal annars að horfa til þess hvort tryggingar ...
Hjólreiðafólk þarf meðal annars að horfa til þess hvort tryggingar þeirra nái yfir keppnisæfingar, ekki síður en yfir keppnirnar sjálfar. mbl.is/Styrmir Kári

Hverjir eru þá tryggðir í WOW Cyclothon?

Samantekið þá eru keppendur í WOW Cyclothon slysatryggðir undir skilmálum algengustu heimilistryggingapakka tryggingarfélaganna hjá TM, Verði og VÍS en ekki hjá Sjóvá. Þá eru ákveðnar tryggingar fyrir hjólin sjálf í keppninni hjá TM og VÍS, en hámarksupphæð slíks tjóns er takmörkuð. Fyrir þá sem eiga hjól sem kosta nokkur hundruð þúsund krónur með aukabúnaði er því vissara að fara vandlega yfir tryggingapakkann. Í öðrum tilvikum geta viðskiptavinir fengið sérstakar hjólatryggingar. Þá þurfa viðskiptavinir Sjóvá að vera með almenna slysatryggingu til að vera tryggðir í keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...