Ekki alltaf tryggðir í hjólakeppnum

Hjólakeppnir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og eru t.d. ...
Hjólakeppnir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og eru t.d. rúmlega þúsund manns skráðir til þátttöku í WOW Cyclothon í vikunni. Kristinn Magnússon.

Undanfarin ár hefur áhugi Íslendinga á alls kyns hjóla- og hlaupakeppnum aukist til muna. Þá má sjá fólk æfa sig hvert sem litið er þótt stundum sé um að ræða fólk sem einfaldlega þráir hreyfingu án þess að vera að keppa að neinu sérstöku eða æfa sig fyrir næsta mót. Samhliða þessu hefur fólk fjárfest í æ dýrari keppnisbúnaði og á það sérstaklega við hjólreiðakeppnir. Getur verðmæti hjóls og aukabúnaðar jafnvel farið langleiðina í og jafnvel yfir tvær milljónir.

En hvernig er tryggingamálum háttað við æfingar og í keppni? Líklegt er að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir geti verið ótryggðir þegar kemur að slysatryggingu og tryggingu fyrir hjólið sjálft. Það þarf nefnilega oft auka tryggingu fyrir slíka iðkun. Þetta er gott að hafa í huga t.d. fyrir þátttöku í keppni eins og WOW Cyclothon og Bláa lóns þrautinni.

Mbl.is hafði samband við tryggingafélögin TM, Sjóvá, Vörð og VÍS og óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

  • Hvers konar hjólatrygging er innifalin í heimilistryggingum hjá ykkur, bæði er varða tryggingar á hjólinu sjálfu og slysatrygging fyrir hjólara?
  • Eru einhver takmörk fyrir því hvenær slík trygging er í gildi, t.d. varðandi keppnir, æfingar, hóphjólreiðar o.s.frv?
  • Ef það eru takmarkanir varðandi gildi tryggingar í keppnum og/eða æfingum, gildir það fyrir alla slíka viðburði, eða bara fyrir viðburði sem eru skipulagðir af sambandi innan ÍSÍ?
  • Eruð þið með sérstakar hjólatryggingar og hvað felst í slíkri tryggingu?

TM

Hjá TM fengust þau svör að hjól væru tryggð fyrir 100 þúsund krónur í algengasta fjölskyldu- og heimilistryggingapakka félagsins, heimilistryggingu TM3. Ef hjól eru verðmætari en það þarf viðbótarvernd. „Hjólin fást bætt sé þeim sannanlega stolið eða ef þau verða fyrir skemmdum vegna óvænts utanaðkomandi atburðar eins og ef hjólari dettur og hjólið skemmist við það,“ segir í svari félagsins.

Þá eru hjólreiðamenn einnig slysatryggðir í heimilistryggingapakkanum, en aðeins við almenna iðkun, ekki í æfingum eða keppnum. „Sú slysatrygging nær til slysa sem verða við almennar íþróttaiðkanir en undanskilin eru slys vegna þátttöku í keppni eða æfingum til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum,“ segir í svari TM.

Keppendur í WOW Cyclothoninu.
Keppendur í WOW Cyclothoninu. Kristinn Magnússon.

Þó er tekið fram að ef um sé að ræða almennar íþróttir, t.d. hlaup, hjól eða fjallgöngu, þá er viðmiðið að ef keppnin er opin almenningi og ekki þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku, þá falli keppnin undir heimatryggingu. Nefnd eru sem dæmi WOW Cyclothon og Color Run varðandi þetta atriði.

Sem svar við síðustu spurningunni vísar TM viðskiptavinum sínum á að ræða við ráðgjafa til að fara yfir tryggingar viðkomandi og í leiðinni möguleika á viðbótartryggingum fyrir keppnishjólreiðar.

Sjóvá

Hjá Sjóvá eru tjón á hjólum innifalin í algengustu heimilistryggingapökkunum; Fjölskylduvernd 2 og 3. Er hámarksupphæð þeirra 115.300 og 408.400 krónur. Verðmætari hjól þarf að tryggja sérstaklega, en sú trygging gildir meðal annars erlendis.

Frítímaslysatrygging er innifalin í fjölskylduverndinni og „bætir ýmis tjón sem kunna að verða við hjólreiðar í frístundum, þó ekki ef verið er að keppa á hjóli eða æfa fyrir keppni á hjóli.  Ef þú ert að æfa og keppa á hjóli þá þarftu að vera með almenna slysatryggingu,“ segir í svari Sjóvár. Er sérstaklega tekið fram að þeir sem taki þátt í keppnum eins og WOW Cyclothon og Bláa lóns þrautinni þurfi að huga sérstaklega að tryggingum sínum.

Þá er innifalið í fjölskyldutryggingapökkunum mögulegt tjón sem hjólreiðamaður veldur þriðja aðila, hvort sem það sé í keppni eða ekki.

Vörður

Hjá Verði falla tryggingar fyrir reiðhjól og tjón vegna þeirra undir heimilisvernd, heimilistryggingapakka fyrirtækisins. Þetta á við um tómstundaiðkun og þegar verðmæti hjóla er ekki mikið. Þannig eru takmarkanir á fjárhæðum vegna einstakra hluta sem fer eftir þeirri vernd sem fólk kaupir, en algengasta verndin takmarkar tjón við rúmlega 500 þúsund samkvæmt svari fyrirtækisins.

Frá WOW Cyclothon árið 2014.
Frá WOW Cyclothon árið 2014. mbl.is/Golli

„Slysatryggingar falla einnig undir Heimilisvernd  og gildir það líka við hjólreiðar þegar þær eru stundaðar til tómstundagamans. Fjölskyldutryggingar taka hins vegar ekki til slysa sem verða við hvers konar keppnir eða æfingar fyrir keppnir,“ segir í svari Varðar. Það er þó tekið fram að vegna WOW Cyclothon hafi verið gerð undanþága frá keppnisskilmálum og gildi slysatryggingar og hluti heimilisverndar fyrir þá keppni.

Bendir tryggingarfélagið á að fyrir dýrari hjól eða þá sem stundi keppnir og æfingar fyrir þær sé félagið með sérstaka reiðhjólatryggingu sem tekur til slysa sem verða við æfingar og keppnir, jafnt á Íslandi sem erlendis. Þá takið sú trygging einnig til tjóns á reiðhjólinu sjálfu og aukabúnaði sem því fylgi.

VÍS

VÍS tryggir hjól fyrir stuldi í F-plús fjölskyldutryggingum hjá félaginu. Fæst verðmæti hjólsins bætt gegn nótu um kaup, annars nemur fjárhæðin að hámarki 1% af innbústryggingu. Með innbúskaskói við F-plús eru hjól svo tryggð fyrir flestum óhöppum upp að ákveðnu hámarki sem er mismunandi eftir tryggingapakka.

Slysatrygging hjólareiðafólks í F-plús fjölskyldutryggingum tekur til frítíma, auk æfinga og keppni sem eru hvorki á vegum aðildarfélags ÍSÍ né annarra hjólreiða- eða íþróttafélaga. Slysatryggingin getur falið í sér örorkubætur, dagpeninga, greiðslu sjúkrakostnaðar innanlands og fleira; allt eftir því hvaða vernd viðskiptavinur velur sér.

Þá er í boði að fá sérstaka tryggingu fyrir verðmætari hjólum en hámarksvátryggingarfjárhæð tryggingapakkans nær til. Þá er einnig hægt að kaupa sérstaka slysatryggingu fyrir æfingar og keppnir sem ekki falla undir skilmála F-plús.

Hjólreiðafólk þarf meðal annars að horfa til þess hvort tryggingar ...
Hjólreiðafólk þarf meðal annars að horfa til þess hvort tryggingar þeirra nái yfir keppnisæfingar, ekki síður en yfir keppnirnar sjálfar. mbl.is/Styrmir Kári

Hverjir eru þá tryggðir í WOW Cyclothon?

Samantekið þá eru keppendur í WOW Cyclothon slysatryggðir undir skilmálum algengustu heimilistryggingapakka tryggingarfélaganna hjá TM, Verði og VÍS en ekki hjá Sjóvá. Þá eru ákveðnar tryggingar fyrir hjólin sjálf í keppninni hjá TM og VÍS, en hámarksupphæð slíks tjóns er takmörkuð. Fyrir þá sem eiga hjól sem kosta nokkur hundruð þúsund krónur með aukabúnaði er því vissara að fara vandlega yfir tryggingapakkann. Í öðrum tilvikum geta viðskiptavinir fengið sérstakar hjólatryggingar. Þá þurfa viðskiptavinir Sjóvá að vera með almenna slysatryggingu til að vera tryggðir í keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...