Endurupptökuefndin óskaði eftir handtökunum

Guðmund­ar- og Geirfinns­málið var víðfeðmt á sín­um tíma. Málið er …
Guðmund­ar- og Geirfinns­málið var víðfeðmt á sín­um tíma. Málið er nú á borði end­urupp­töku­nefnd­ar. mbl.is

„Það barst ábending sem þurfti að kanna og það varð að gera það með þessum hætti, að handtaka tvo menn hvorn í sínu lagi og gefa skýrslu,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins ,um handtökur og yfirheyrslur gærdagsins.

Sjá frétt mbl.is: Handteknir vegna Guðmundar

Davíð segir endurupptökunefndina hafa falið honum að framkvæma umrædda rannsóknaraðgerð. „Þetta er rannsóknaraðgerð sem mér er falið að framkvæma á grundvelli sakamálalaganna. Endurupptökunefndin fól mér að gera það samkvæmt ákvæðum laganna. Nefndin getur falið ríkissaksóknara að annast ákveðnar rannsóknir og þetta var liður í því,“ segir Davíð Þór.

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. mbl.is/RAX

„Talin var ástæða að kanna þetta með þessum hætti. Nú veit ég ekki hvað kom fram í þessum yfirheyrslum en ég fæ væntanlega skýrslu frá lögreglunni um það,“ segir Davíð Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert