Bandaríkjamenn sækja til Íslands

Bandarískum ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi.
Bandarískum ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölgun bandarískra ferðamanna til Íslands hefur nokkuð að segja um aukna kortaveltu ferðamanna hér á landi, en hún hefur aukist mjög frá fyrra ári. Kortavelta ferðamanna nam um 14,6 milljörðum í apríl sl. en 9,3 milljörðum í sama mánuði árið 2015 og jókst því um 57%. Í janúar nam hún 60%, 65% í febrúar og 53% í mars.

Fjölgun erlendra ferðamanna nam aftur á móti 34,7% í janúar til apríl, samanborið við árið 2015. Haft skal í huga að hluti veltunnar endurspeglar þó ekki veru ferðamanna hér á landi og er tilkominn vegna flugferða íslenskra flugfélaga milli flughafna erlendis, en þeim fjölgaði mjög í byrjun árs.

Taka styttri og dýrari frí

Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar HÍ, segir margar ástæður liggja að baki. Aukinn fjöldi bandarískra ferðamanna sé einn þeirra þátta sem hafi haft áhrif, en þeim fjölgaði um 67,5% milli áranna 2015 og 2016.

„Það hefur verið mikil aukning í komu Bandaríkjamanna og þeir eru þekktir fyrir að eyða miklu. Aukningin er líklega vegna þess að dollarinn er tiltölulega hár og af því að þetta er markaður sem Bandaríkjamenn virðast fyrst nú hafa verið að uppgötva,“ segir hann og bætir við að Bandaríkjamenn taki sér oft stutt frí þar sem þeir vilji upplifa sem mest og eyði þar af leiðandi meiru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert