Snýst um frelsi og réttindi fólks

„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir ...
„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný mannanafnalöggjöf snýst um frelsi og réttindi fólks og að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Treysta þarf fólki til þess að gefa börnum sínum og sjálfu sér nöfn. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, en í vikunni kynnti ráðherra drög að nýju frumvarpi um mannanöfn. Í drögunum eru lagðar fram róttækar breytingar á löggjöfinni sem fela m.a. í sér að mannanafnanefnd verði lögð niður.

Fyrri frétt mbl.is: Róttækar breytingar á mannanafnalöggjöf

„Einhverjum kann að þykja þetta lítið mál en það er þó þannig að allir hafa á því skoðun,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is og bætir við að þetta sé auðvitað mikið mál fyrir þá sem hafa fengið höfnun frá nefndinni, sem vinni samkvæmt gildandi lögum.

Hún segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra vilja sjá miklu meira frelsi í löggjöfinni og að fólki verið treyst til að velja nöfn á börnin sín sjálf eða skipta um nafn óski það eftir því.

Í drögunum sem birt voru í vikunni er í raun lagt til að mannanafnalöggjöfin eins og hún er núna verði lögð niður. Þá myndu ákvæði sem snúa að ýmsum tæknilegum atriðum verra færð inn í lög um þjóðskrá og almannaskráningu. Þórdís segir aðdragandann nokkuð langan en fyrir ári var farið í það að kanna viðhorf almennings til löggjafarinnar. Hún segir skýrt að þetta sé frelsismál fyrir marga.

Drögin voru unnin hér í ráðuneytinu af sérfræðingum, í samráði við ráðherra og aðstoðarmenn. Þá var frumvarp Óttars Proppé og fleiri haft til hliðsjónar. Það frumvarp fór til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndin lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta gildandi lögum um mannanöfn. Skoðun nefndarmanna var að við heildarendurskoðun laganna skyldi hafa að leiðarljósi rétt hvers manns til nafns sem njóti verndar skv. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og að sá réttur verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Varð það niðurstaða allsherjar- og menntamálanefndar að leggja til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar.“

Ekki endanleg ákvörðun

„Ólöfu fannst mikilvægt að birta drögin og hvetja til umræðu og óska eftir umsögnum og athugasemdum. Þetta eru drög til umræðu, í þessu felst ekki endanleg pólitísk ákvörðun um að þetta verði svona. Þetta er mál sem allir hafa skoðun á og svo erum sumir sem hafa til dæmis áhyggjur af nafnahefð og íslenskri tungu. Þess vegna vill Ólöf halda umræðunni áfram,“ segir Þórdís. 

Segir hún mjög litlar skorður settar í drögunum og þarf að treysta því að fólk nefni eða skíri börnin sín ekki nöfnum sem geta verið skaðleg fyrir þau. „Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“

Takmarkanir í nafnagjöfum í drögunum eru m.a. þær að fólki sé skylt að tilkynna þjóðskrá um nafn innan sex mánaða frá fæðingu barns. Þá þarf að gefa upp eitt eiginnafn og eitt kenninafn, nöfn þurfa að vera rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins, vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki skilyrðin ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu

Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Þórdís segir það skoðun margra að mannanafnalöggjöfin hér á landi sé barn síns tíma. Við búum við breyttan veruleika t.d. með fjölgun útlendinga hér á landi, fjölbreyttari nöfnum með fjölbreyttari skírskotun og aukningu meðal þeirra sem fara í kynleiðréttingu eða vilja ekki vera skilgreindir sem ákveðið kyn.

Þórdís segir að við undirbúningsvinnuna hafi það verið skoðað hvernig þessum málum er háttað á Norðurlöndunum og á flestum stöðum eru einhvers konar skorður settar, hvort sem það sé með sérstakri nefnd eins og hér eða með öðrum leiðum. Leggur hún þó áherslu að ekki sé hægt að amast út í mannanafnanefnd þar sem hún vinnur aðeins eftir þeim lögum sem Alþingi setur.

Umsagnafrestur um drögin að frumvarpinu er til 1. ágúst og vonast ráðherra eftir að sem flestir skili umsögnum og athugasemdum, að sögn Þórdísar, sem segir markmið ráðherra vera að þróa málið áfram.

„Þetta snýst bæði um réttindi og frelsi fólks en einnig að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Hagsmunir hins opinbera af því að banna nöfn eru ekki ríkari en frelsi hvers og eins til þess að ráða sínu nafni.“

mbl.is

Innlent »

Orbus et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstiga í framhaldinu.“ Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...