Snýst um frelsi og réttindi fólks

„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir ...
„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný mannanafnalöggjöf snýst um frelsi og réttindi fólks og að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Treysta þarf fólki til þess að gefa börnum sínum og sjálfu sér nöfn. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, en í vikunni kynnti ráðherra drög að nýju frumvarpi um mannanöfn. Í drögunum eru lagðar fram róttækar breytingar á löggjöfinni sem fela m.a. í sér að mannanafnanefnd verði lögð niður.

Fyrri frétt mbl.is: Róttækar breytingar á mannanafnalöggjöf

„Einhverjum kann að þykja þetta lítið mál en það er þó þannig að allir hafa á því skoðun,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is og bætir við að þetta sé auðvitað mikið mál fyrir þá sem hafa fengið höfnun frá nefndinni, sem vinni samkvæmt gildandi lögum.

Hún segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra vilja sjá miklu meira frelsi í löggjöfinni og að fólki verið treyst til að velja nöfn á börnin sín sjálf eða skipta um nafn óski það eftir því.

Í drögunum sem birt voru í vikunni er í raun lagt til að mannanafnalöggjöfin eins og hún er núna verði lögð niður. Þá myndu ákvæði sem snúa að ýmsum tæknilegum atriðum verra færð inn í lög um þjóðskrá og almannaskráningu. Þórdís segir aðdragandann nokkuð langan en fyrir ári var farið í það að kanna viðhorf almennings til löggjafarinnar. Hún segir skýrt að þetta sé frelsismál fyrir marga.

Drögin voru unnin hér í ráðuneytinu af sérfræðingum, í samráði við ráðherra og aðstoðarmenn. Þá var frumvarp Óttars Proppé og fleiri haft til hliðsjónar. Það frumvarp fór til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndin lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta gildandi lögum um mannanöfn. Skoðun nefndarmanna var að við heildarendurskoðun laganna skyldi hafa að leiðarljósi rétt hvers manns til nafns sem njóti verndar skv. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og að sá réttur verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Varð það niðurstaða allsherjar- og menntamálanefndar að leggja til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar.“

Ekki endanleg ákvörðun

„Ólöfu fannst mikilvægt að birta drögin og hvetja til umræðu og óska eftir umsögnum og athugasemdum. Þetta eru drög til umræðu, í þessu felst ekki endanleg pólitísk ákvörðun um að þetta verði svona. Þetta er mál sem allir hafa skoðun á og svo erum sumir sem hafa til dæmis áhyggjur af nafnahefð og íslenskri tungu. Þess vegna vill Ólöf halda umræðunni áfram,“ segir Þórdís. 

Segir hún mjög litlar skorður settar í drögunum og þarf að treysta því að fólk nefni eða skíri börnin sín ekki nöfnum sem geta verið skaðleg fyrir þau. „Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“

Takmarkanir í nafnagjöfum í drögunum eru m.a. þær að fólki sé skylt að tilkynna þjóðskrá um nafn innan sex mánaða frá fæðingu barns. Þá þarf að gefa upp eitt eiginnafn og eitt kenninafn, nöfn þurfa að vera rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins, vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki skilyrðin ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu

Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Þórdís segir það skoðun margra að mannanafnalöggjöfin hér á landi sé barn síns tíma. Við búum við breyttan veruleika t.d. með fjölgun útlendinga hér á landi, fjölbreyttari nöfnum með fjölbreyttari skírskotun og aukningu meðal þeirra sem fara í kynleiðréttingu eða vilja ekki vera skilgreindir sem ákveðið kyn.

Þórdís segir að við undirbúningsvinnuna hafi það verið skoðað hvernig þessum málum er háttað á Norðurlöndunum og á flestum stöðum eru einhvers konar skorður settar, hvort sem það sé með sérstakri nefnd eins og hér eða með öðrum leiðum. Leggur hún þó áherslu að ekki sé hægt að amast út í mannanafnanefnd þar sem hún vinnur aðeins eftir þeim lögum sem Alþingi setur.

Umsagnafrestur um drögin að frumvarpinu er til 1. ágúst og vonast ráðherra eftir að sem flestir skili umsögnum og athugasemdum, að sögn Þórdísar, sem segir markmið ráðherra vera að þróa málið áfram.

„Þetta snýst bæði um réttindi og frelsi fólks en einnig að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Hagsmunir hins opinbera af því að banna nöfn eru ekki ríkari en frelsi hvers og eins til þess að ráða sínu nafni.“

mbl.is

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...