Snýst um frelsi og réttindi fólks

„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir ...
„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný mannanafnalöggjöf snýst um frelsi og réttindi fólks og að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Treysta þarf fólki til þess að gefa börnum sínum og sjálfu sér nöfn. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, en í vikunni kynnti ráðherra drög að nýju frumvarpi um mannanöfn. Í drögunum eru lagðar fram róttækar breytingar á löggjöfinni sem fela m.a. í sér að mannanafnanefnd verði lögð niður.

Fyrri frétt mbl.is: Róttækar breytingar á mannanafnalöggjöf

„Einhverjum kann að þykja þetta lítið mál en það er þó þannig að allir hafa á því skoðun,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is og bætir við að þetta sé auðvitað mikið mál fyrir þá sem hafa fengið höfnun frá nefndinni, sem vinni samkvæmt gildandi lögum.

Hún segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra vilja sjá miklu meira frelsi í löggjöfinni og að fólki verið treyst til að velja nöfn á börnin sín sjálf eða skipta um nafn óski það eftir því.

Í drögunum sem birt voru í vikunni er í raun lagt til að mannanafnalöggjöfin eins og hún er núna verði lögð niður. Þá myndu ákvæði sem snúa að ýmsum tæknilegum atriðum verra færð inn í lög um þjóðskrá og almannaskráningu. Þórdís segir aðdragandann nokkuð langan en fyrir ári var farið í það að kanna viðhorf almennings til löggjafarinnar. Hún segir skýrt að þetta sé frelsismál fyrir marga.

Drögin voru unnin hér í ráðuneytinu af sérfræðingum, í samráði við ráðherra og aðstoðarmenn. Þá var frumvarp Óttars Proppé og fleiri haft til hliðsjónar. Það frumvarp fór til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndin lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta gildandi lögum um mannanöfn. Skoðun nefndarmanna var að við heildarendurskoðun laganna skyldi hafa að leiðarljósi rétt hvers manns til nafns sem njóti verndar skv. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og að sá réttur verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Varð það niðurstaða allsherjar- og menntamálanefndar að leggja til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar.“

Ekki endanleg ákvörðun

„Ólöfu fannst mikilvægt að birta drögin og hvetja til umræðu og óska eftir umsögnum og athugasemdum. Þetta eru drög til umræðu, í þessu felst ekki endanleg pólitísk ákvörðun um að þetta verði svona. Þetta er mál sem allir hafa skoðun á og svo erum sumir sem hafa til dæmis áhyggjur af nafnahefð og íslenskri tungu. Þess vegna vill Ólöf halda umræðunni áfram,“ segir Þórdís. 

Segir hún mjög litlar skorður settar í drögunum og þarf að treysta því að fólk nefni eða skíri börnin sín ekki nöfnum sem geta verið skaðleg fyrir þau. „Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“

Takmarkanir í nafnagjöfum í drögunum eru m.a. þær að fólki sé skylt að tilkynna þjóðskrá um nafn innan sex mánaða frá fæðingu barns. Þá þarf að gefa upp eitt eiginnafn og eitt kenninafn, nöfn þurfa að vera rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins, vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki skilyrðin ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu

Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Þórdís segir það skoðun margra að mannanafnalöggjöfin hér á landi sé barn síns tíma. Við búum við breyttan veruleika t.d. með fjölgun útlendinga hér á landi, fjölbreyttari nöfnum með fjölbreyttari skírskotun og aukningu meðal þeirra sem fara í kynleiðréttingu eða vilja ekki vera skilgreindir sem ákveðið kyn.

Þórdís segir að við undirbúningsvinnuna hafi það verið skoðað hvernig þessum málum er háttað á Norðurlöndunum og á flestum stöðum eru einhvers konar skorður settar, hvort sem það sé með sérstakri nefnd eins og hér eða með öðrum leiðum. Leggur hún þó áherslu að ekki sé hægt að amast út í mannanafnanefnd þar sem hún vinnur aðeins eftir þeim lögum sem Alþingi setur.

Umsagnafrestur um drögin að frumvarpinu er til 1. ágúst og vonast ráðherra eftir að sem flestir skili umsögnum og athugasemdum, að sögn Þórdísar, sem segir markmið ráðherra vera að þróa málið áfram.

„Þetta snýst bæði um réttindi og frelsi fólks en einnig að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Hagsmunir hins opinbera af því að banna nöfn eru ekki ríkari en frelsi hvers og eins til þess að ráða sínu nafni.“

mbl.is

Innlent »

Góð stund í firðinum

08:18 Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

07:59 Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Meira »

Sjaldgæft að breytt sé ákvörðun

07:57 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó. Meira »

Sótt í 90% íbúðalán

07:37 Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.  Meira »

United Silicon greiðir milljarð í skuld

07:27 United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Meira »

Hiti víða í 13 til 25 stig í dag

07:06 Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

06:43 Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...