Jón Hákon BA aftur upp á yfirborðið

Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Byrjað var að hífa Jón Hákon BA upp af botni Ísafjarðarhafnar í gærkvöldi og kom hann fljótlega úr kafi. Sigurður Ásgrímsson, stjórnandi aðgerða, sagði að fargið sem þyrfti að lyfta væri um 40 tonn. Spilið á Þór var notað til að lyfta annarri hliðinni og á hina síðu bátsins voru settir stórir belgir. Göt á skrokknum voru þétt og sjó dælt úr bátnum í gærkvöldi. Til stendur að taka bátinn í slipp á Ísafirði eftir helgi.

Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert